top of page
Söngnám

Edda er með söngkennarapróf frá Konunglegu tónlistar-akademíunni í Lundúnum og hefur kennt um áralangt skeið. Edda byggir á klassískri söngtækni en kennir einnig örugga notkun á brjóströdd fyrir popptónlist. Fyrir unga söngnemendur leggur hún áherslu á góða öndun og stuðning, blöndun raddsviða, framburð, dýnamík, umönnun raddarinnar, þjálfun tónnæmis, framkomu og túlkun í gegnum flutning á sönglögum úr ýmsum áttum. Nemendur læra að syngja með og án hljóðnema ýmist við lifandi píanómeðleik eða afspilun. Nemendur fá aðstoð við val á tónlist við þeirra hæfi og leitast er við að auðga reynslu þeirra af mismunandi tónlistarstíl frá ólíkum tímabilum.

bottom of page