top of page

Ferilskrá

Um mig

Mezzósópran    |   Dægursöngkona  |   Tónlistarmiðlun

Edda Austmann sópran hóf söngnám sitt í Söngskólanum í Reykjavík og lauk bakkalárgráðu í tónlist frá Konunglegu tónlistarakademíunni í Lundúnum. Hún vann til söngverðlauna og hlaut fullan skólastyrk til mastersnáms í óperudeild Konunglega tónlistarháskóla Skotlands þar sem hún fór með nokkur burðarhlutverk í óperuuppfærslum skólans. Eftir útskrift bauðst Eddu staða í Zürich óperustúdíói og þreytti frumraun sína á sviði Zürich óperunnar. Hún hóf feril sinn sem sópran en þjálfar nú mezzósópran hlutverk eftir Mozart eins og Sesto (La Clemenza di Tito); Dorabella (Cosi fan tutte) og Cherubino (Figaro), einnig Orfeo (Orfeo) eftir Handel. Hún undirbýr einnig hlutverk eins og Orlofsky (Die Fledermaus) eftir J. Strauss og The Composer (Ariadne auf Naxos) og Octavian (Der Rosenkavalier) eftir R. Strauss. Á óperusviði hefur hún farið með eða verið íhlaupasöngvari fyrir hlutverk Elisabettu (Roberto Devereux); Nannettu (Falstaff); Paminu og Papagenu (Die Zauberflöte); Despinu (Cosi van tutte); Serpettu (La finta giardiniera); Súsönnu (Figaro); Poppeu (Il coronazione di Poppea); Michaelu og Frasquitu (Carmen). Hún hefur verið einsöngvari með Konunglegu skosku sinfóníuhljómsveitinni og með Zürich kammerhljómsveitinni í Tonhalle. Eins hefur hún verið einsöngvari í  helgiverkum með kór og hljómsveit, þar má nefna Exultate Jubilate og Sálumessu eftir Mozart, Jólaóratoríunni eftir Bach, Elijah eftir Mendelsohn og Messías eftir Handel. Edda hefur komið fram hérlendis og víða í Evrópu, meðal annars á vegum Zürich óperunnar, Garsington óperunnar, Íslensku óperunnar og sjálfstæðra óperuframleiðenda. Edda kemur reglulega fram á tónleikum eða við önnur tilefni og vinnur undir handleiðslu Jóns Þorsteinssonar tenórs og söngprófessórs. Edda er í kammerkór Bústaðakirkju og syngur einsöng við athafnir, messur og útfarir. Edda hefur margra ára reynslu af söng við jarðarfarir og veitir ráðgjöf við tónlistarval á kveðjustundu. 

Menntun

Listaháskóli Íslands

​Háskóli Íslands

Royal Conservatoire of Scotland

Royal Academy of Music

Diplóma í listkennslu   |   2022   

MSc. Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti  |   2011   

Meistaragráða í óperulist   |  2005 

Meistaragráða í tónlist   |   2004  ​

Diplóma í sönglist  |  2003  

Bakkalárgráða í tónlist  |   2004

LRAM söngkennarapróf   |   2003

Störf

Tónlistarskólinn í Grafarvogi:   Skólastjóri  |  Söngkennari   |   Forskóli

 

Bústaðakirkja:  Athafnir   |   Einsöngur og kammerkór

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús:  Markaðsstjóri   |   Kynningarstjóri

Íslenska óperan:  Sópran   |   Kjarnakór

        z

Sönglist:  Söngkennari   |   Sviðsetning

Snælandsskóli:  Kórstjóri   |   Tónmenntakennari

Zürich óperan:  Sópran   |  International Opera Studio 

miðlun tónlistar

Edda hefur ástríðu fyrir því að miðla tónlist og þá ekki síður til ungs fólks. Edda byrjaði fyrst að kenna í söng- og leiklistarskólum í London sem var góður undirbúningur fyrir starf hennar hjá Sönglist. Edda var kórstjóri og tónmenntakennari í Snælandsskóla og skrifaði meistararitgerð um ímynd og markhópa sviðslistastofnana á Íslandi. Hjá Zürich óperunni tók Edda meðal annars þátt í uppfærslum fyrir börn, Barnatöfraflautan var ein þeirra. Það vakti áhuga hennar á því að bjóða upp á sambærilega sýningu hér heima á Íslandi sem leiddi síðar til útgáfu barnabókar og geisladisks í samstarfi við Töfrahurð. Samhliða útgáfunni voru sýningar á Barnatöfraflautunni í Hörpu í samstarfi við Íslensku óperuna. Hér má nálgast bókina ásamt geisladiski. Edda hefur kennt söng og forskólanám við Tónlistarskólann í Grafarvogi frá 2019. Hún lauk Diplóma í listkennslu frá Listaháskóla Íslands vorið 2022 og tók alfarið við skólastjórn Tónlistarskólans í Grafarvogi vorið 2023.  

bottom of page